Síðasta opnunarhelgi sumarsins í Ljóðasetrinu

Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid-19 veirunnar og hinna hertu reglna um samkomur verða ekki fleiri lifandi viðburðir á Ljóðasetrinu á Siglufirði þetta sumarið og þessi helgi verður sú síðasta sem opið er í sumar.

Aðeins verða leyfðir 4 gestir í einu inni á setrinu og er fólk beðið að spritta sig við innganginn og virða 2 metra regluna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ljóðasetri Íslands.