Síðan komin aftur í gang

Ég bið ykkur að afsaka niðritíma síðunnar síðustu daga, en hýsingaraðili minn lokaði á mig og gerði mér erfitt fyrir að halda úti síðunni sökum álags á vefinum. Núna hef ég flutt síðuna og tel mig vera búinn að leysa öll tæknilega vandamál sem voru frá föstudegi til sunnudags. Vefurinn er mun hraðari núna en áður en ég hef líka tekið nokkra fídusa í burtu til tilraunar. Ég er þó enn að vinna ýmsa fínvinnu en henni líkur næstu daga, ýmsar myndir hafa horfið í flutninginum sem ég er að bæta inn aftur. Þá er póstfangið mitt enn niðri, en hægt er að senda mér póst á magnus hja elvis.is.

Ég bið ykkur að kíkja áfram reglulega á vefinn og deila honum á Facebook vegginum ykkar, til að auka traffíkina næstu daga svo ég geti mælt álagið.