Sextán íbúðarhús byggð á síðasta ári í Dalvíkurbyggð

Dalvíkurbyggð úthlutaði 16 lóðum til bygginga á íbúðarhúsnæði og átta lóðum vegna bygginga á atvinnuhúsnæði á síðasta ári. Mikill uppgangur er í samfélaginu og mikill hugur í fólki. Síðasta ár var mikið framkvæmdaár í Dalvíkurbyggð. Enn eru fjölmargar lausar lóðir fyrir íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og frístundahúsnæði í Dalvíkurbyggð. Nánari upplýsingar um lausar lóðir er að finna á vef Dalvíkurbyggðar.