Sex starfsmenn/konur Slökkviliðs Akureyrar hófu atvinnunám sem slökkviliðsmenn/konur í október. Námið er í umsjá Brunamálaskólans sem starfar undir Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun.
Tilgangur námsins er að móta öfluga og örugga meðlimi slökkviliða.
Í dag voru æfingar í nokkrum þáttum sem snerta starf Slökkviliðsins og í næstu viku hefst 7 daga lota í náminu.