Sex skemmtiferðarskip í júní

Það komu sex skemmtiferðaskip til Siglufjarðar í júní, en næsta skip kemur þann 3. júlí.  Skipið Ocean Diamond kom þrisvar, MV Sea Explorer kom tvisvar og Sea Spirit kom einu sinni í júnímánuði. Alls voru í þessum komum 930 farþegar sem komu til hafnar á Siglufirði í hluta úr degi. Flestir þessir farþegar heimsækja Síldarminjasafnið og sjá þar síldarsöltun og smakka á síldarréttum.

18500902113_503a137d1d_z