Sex nýir svifryksmælar settir upp á Akureyri

Loftgæðamælir við Strandgötu á Akureyri sem hefur verið bilaður frá því í byrjun október er nú kominn í lag. Talsverð svifryksmengun var á Akureyri í síðustu viku og hafa starfsmenn Akureyrarbæjar beitt öllum tiltækum ráðum til að halda henni í skefjum. Ljóst er að í þeim veðurskilyrðum sem ríkt hafa undanfarið er við ramman reip að draga en reynt er eins og kostur er að fylgjast með þróun loftgæða.

Á næstu vikum verða settir upp sex nýir snjallmælar á Akureyri sem mæla m.a. styrk svifryks.