Sex marka leikur á Ólafsfjarðarvelli

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Njarðvík í dag á Ólafsfjarðarvelli. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á sunnudaginn en var flýtt. Njarðvík vann fyrri leik liðanna í sumar 2-1 og hefur verið í efri hluta deildarinnar í sumar. Var því búist við erfiðum leik í dag en Njarðvík féll úr Inkassó-deildinni í fyrra. KF var með sitt sterkasta lið en nýi erlendi leikmaður var ekki í hóp, enda í sóttkví.

Gestirnir byrjuðu leikinn betur og skoruðu strax á 6. mínútu þegar Ivan Prskalo skoraði sitt fyrsta mark í sumar fyrir Njarðvík.

Tæpum 25 mínútum síðar jafnaði KF leikinn og var þar á ferðinni Oumar Diouck, með sitt 9. mark í sumar, og staðan orðin 1-1. Gestirnir voru hinsvegar fljótir að jafna og komust í 1-2 á 35. mínútu og aftur skoraði Ivan Prskalo. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Njarðvík aftur og voru komnir í 1-3. Halldór markmaður KF varð fyrir meiðslum í þessu marki og þurfti skiptingu nokkrum mínútum síðar. Eftir skoðun kom í ljós að Halldór væri þríbrotinn á fingri og verður frá keppni í einhvern tíma. Sindri Leó kom því inná fyrir Halldór og kláraði leikinn.

Staðan var 1-3 í hálfleik en KF kom til baka í síðari hálfleik og minnkaði aftur muninn á 62. mínútu þegar Sævar Gylfason skoraði og var staðan orðin 2-3 og komin spenna í leikinn.

Á 78. mínútu skoraði Njarðvík aftur og komust í góða stöðu 2-4, þegar skammt var eftir. Þjálfari KF gerði svo þrjár skiptingar á síðustu 10. mínútum leiksins, en 2-4 var niðurstaðan í þessum leik og voru heimamenn svekktir með úrslitin.