Setja upp ærslabelg á Hofsósi

Íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni eru byrjuð að safna fyrir ærslabelg og er ætlunin að koma honum í notkun í sumar. Söfnun hefur farið ágætlega af stað en kostnaður við að fá tækið á Hofsós eru 2.200.0000 fyrir utan jarðvegsvinnu. Staðsetning belgsins er fyrirhuguð við hlið sparkvallar á skólalóð grunnskólans á Hofsósi. Ljóst er að slíkt leiktæki er mikil og góð viðbót við þá afþreyingarflóru sem er á svæðinu og nýtist jafnt heimafólki sem ferðamönnum.