Mikil snjókoma er á Ólafsfirði og rok samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á staðnum og ekkert ferðaveður.  Skyggni er lítið á staðnum og sést varla á milli húsa. Töluvert er af snjó í bænum sem kom að mestu í nótt.  Veðrið á Siglufirði er að sama skapi slæmt en mun þó vera talsvert skárra en á Ólafsfirði. Þetta kemur fram á mbl.is