Þórarinn Hannesson, forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands á Siglufirði er að skipuleggja nýja tónleikaröð sem mun hefjast á Setrinu í apríl og mun hann ljúka henni á Bíldudal í júní.  Þórarinn hefur komið fram yfir 800 sinnum á sínum tónlistarferli sem spannar nú 35 ár. Hann mun koma fram í litlum og óhefðbundnum rýmum og spila órafmagnaða tónlist og eingöngu frumsamið efni.  Sérstakur baukur verður á svæðinu til styrktar Ljóðasetrinu á Siglufirði. – Hvet ykkur til að líta við og styrkja gott málefni.

Ljóðasetur

Ljósmynd : Tengdó, Vigdís Sverrisdóttir.