Sérfræðingur óskast til starfa við Selasetur Íslands og Háskólann á Hólum.

Við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum er lögð áhersla á ferðamál í dreifbýli í rannsóknum og kennslu. Megin markmið Selasetur Íslands er að efla náttúrutengda ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjölbreyttum rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli við Ísland. Starfsaðstaða í Selasetri Íslands á Hvammstanga og í háskólaþorpinu á Hólum er góð, þar er fjölskylduvænt samfélag og falleg náttúra. Sjá nánar á www.selasetur.is og www.holar.is.

Í starfinu felst:

  • Kennsla og rannsóknir
  • Þátttaka í uppbyggingu náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra
  • Þátttaka í stefnumótun og fjármögnun verkefna Selaseturs Íslands og Háskólans á Hólum

Við leitum að einstaklingi með:

  • doktorspróf á sviði ferðamálafræða eða tengdra fræðasviða
  • góða þekkingu á sviði náttúrutengdrar ferðaþjónustu og/eða byggðaþróunar með áherslu áheimskautasvæði og ferðamál í dreifbýli
  • reynslu af stjórnun, rannsóknum, kennslu og þróunarstarfi
    ábyrgð, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum

Nánari upplýsingar á Starfatorg.is hér.