Sendu Björgunarsveitum reynslusögu eða kveðju í nýrri símaskrá

Eins og kunnugt er hafa Ja.is og Slysavarnafélagið Landsbjörg gert með sér samning um að Símaskráin 2013 verði tileinkuð sjálfboðaliðum félagsins og þeirra starfi. Af því tilefni gefur ja.is landsmönnum tækifæri á að þakka sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar með því að senda þeim kveðju eða reynslusögu af því hvernig sjálfboðaliðar hafa komið þeim til hjálpar.

Þeir sem vilja koma kveðju til sjálfboðaliða á framfæri geta farið inn á já.is og sent inn kveðju eða reynslusögu. Um leið eiga þeir möguleika á að styrkja starf björgunarsveitanna. Valin verða þrjú innsend erindi sem helst lýsa mikilvægi sjálfboðastarfsins og hljóta þau peningaverðlaun sem höfundur lætur renna til björgunarsveitar að eigin vali. Valdar sögur og þakkir verða síðan birtar í Símaskránni 2013. Vonast ja.is til þess að framtakið hvetji sjálfboðaliða til að starfa áfram í þágu Slysavarnafélagsins Landsbjargar og jafnvel hvetji það fleiri til að ganga í þeirra raðir.

Beinn linkur: http://ja.is/slysavarnafelagid-landsbjorg-sogur-og-takkir/

Landsbjörg