Marc Bouteiller sendiherra Frakklands á Íslandi var nýlega í heimsókn á Siglufirði, og var það í sérstöku boði Orra Vigfússonar, Siglfirðings. Vel var tekið á móti sendiherranum sem heimsótti Síldarminjasafnið, Sparisjóð Siglfirðinga, Þjóðlagasetrið og Alþýðuhúsið.

Þetta kemur fram á heimasíðu Síldarminjasafnsins, www.sild.is , sjá nánar fréttina þar.