Selatalningu Selaseturs Íslands lokið

Selatalningin mikla fór fram á vegum Selaseturs Íslands um s.l. helgi. Talningin hefur farið fram árlega síðan árið 2007. Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu landsela í kringum Vatnsnes og Heggstaðanes, ásamt því að gefa almenningi tækifæri á að kynnast og taka þátt í rannsóknarstarfsemi Selaseturs Íslands.

Selir voru taldir á allri strandlengjunni á Vatnsnesi og Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra, en það er samtals um 100km. Um 30 manns tóku þátt í talningunni og fóru talningarmenn gangandi, ríðandi eða á báti.

Í ár sáust samtals 757 selir á svæðinu. Það eru aðeins fleiri selir en sáust 2012, en þá voru talin 614 dýr.

Þetta kemur fram á www.huni.is