Selatalning úr ómönnuðu loftfari á Hvammstanga

Sérfræðingar Selaseturs Íslands á Hvammstanga vinna nú að selatalningu úr lofti. Slíkar talningar fóru síðast fram árið 2011. Þá var talið um allt land. Ekki fékkst fjárveiting til talninga um allt land í ár og því ekki hægt að byggja stofnstærðarmat á þeim gögnum sem safnast í ár. Talningin í ár mun þó gefa visbendingar um fjölda landsela í helstu látrum landsins. Þetta kemur fram á síðu Selasetursins.

Markmið talningarinnar rsz_img_20140818_201326í ár er að prófa nýja aðferð sem í framtíðinni má ef til vil nota við stofnstærðaráætlanir.  Fram til þessa hefur aðeins verið talið úr flugvél en í ár eru gerðar tilraunir með talningar með aðstoð ómannaðs loftfars og úr þyrlu til viðbótar við hefðbundnar talningar úr flugvél.  Ætlunin er að bera saman þessar þrjár talningaraðferðir.

 

Þau svæði sem talið er á í ár eru: Akraós, Löngufjörur, Heggstaðanes, Hvammsfjörður, Vatnsnes, Strandir, Ísafjarðardjúp, Rauðisandur, Arnarfjörður og Suðurland. Verkefnisstjóri verkefnisins er Sandra Granquist, meðverkefnisstjóri er Erlingur Hauksson.

rsz_1picture1 rsz_sandraerlingur (1)

Heimild og mynd: selasetur.is