Selatalning á Hvammstanga

Selasetur Íslands á Hvammstanga hefur undanfarin 5 ár haldið talningu á Selum á því svæði. Sunnudaginn s.l. voru taldir 1033 selir á Heggstaðarnesi og í Vatnsnesi og eru það aðeins færri en í talningu síðasta árs, en þá voru taldir 1057 selir. Sjálfboðaliðar og starfsfólks Selaetursins sáu um talningu og voru þeir um 30 talsins. Talið var á 27 svæðum og farið var gangandi, á bátum og hestum.

Vefur Selaseturs Íslands er www.selasetur.is