Selasetrið hefur flutt safn Selaseturs Íslands í nýtt og glæsilegt sýningarými sem er staðsett í húsnæði Kaupfélags Vestur Húnvetninga (KVH) í s.k. Gærukjallara niður við Hvammstangahöfn. Í sama húsnæði er einnig ný rannsóknaraðstaða sem er nýtt við líffræðilegar rannsóknir á sel.

Selasetrinu gefst tækifæri til að sýna betur þá muni sem safnið hefur til sýninga. Hið nýja húnsæði er bylting fyrir Selasetrið í því að taka á móti hópum af gestum og nú getur setrið betur sinnt fræðslu og kynningu.
Safn Selasetursins er eina selasafnið hér á Íslandi og það leggur metnað sinn í það að varðveita sögu og menningu tengda selveiðum, nýtingu þeirra og gildi þeirra í sögum til forna.

Markmiðið með þessu nýja safni er að gera safnið eftirminnilegra fyrir þau mörg þúsund gesti sem það sækja á hverju ári, ásamt því að auka þann fjölda ferðamanna sem heimsækja safnið. Upplýsingar um fjölda ferðamanna á Vatnsnesinu og áhugi erlendra ferðamanna á selnum og náttúrutengdri ferðaþjónustu gefur glöggt til kynna að mikilvægt er að hafa öflugt og gott safn sem veitir vitneskju um þá menningu og siði sem fylgdu selnum og selveiðum, auk annarrar almennrar fræðslu um þessi áhugaverðu dýr.

Ýmsar nýungar eru að finna í nýja safninu t.d. bíósalur þar sem hægt er að horfa á fræðsluþætti um seli.