Segull 67 brugghús á Siglufirði

Segull 67 er nýtt brugghús á Siglufirði. Fréttamaður síðunnar leit þar inn í vikunni og fékk að skoða verksmiðjuna.  Húsnæði var áður frystihús sem hefur mikla sögu að geyma og hefur verið aðlagað að þessum nýja rekstri. Mjög gaman er að sjá þær útfærslur á hönnun barsins og veitingasal gesta. Þarna er notast við skrúfur, akkeri og fleira úr skipaflota frá Fjallabyggð. Inni í verksmiðjunni er svo salur þar sem hægt er að smakka bjórinn og sjá framleiðsluna í gegnum gler. Bjórinn fæst svo á flestum stöðum í Fjallabyggð, á Akureyri, Húsavík, Eyjafirði og svo í ÁTVR í Reyjavík og Kópavogi.

Barinn hjá Segull 67 er opinn fimmtudaga frá kl 17-20 og föstudaga og laugardaga frá 16-20.

DSCN0440 DSCN0582 DSCN0583 DSCN0584 DSCN0587 DSCN0588