Seglagerðin bauð lægst í endurnýjun á sundlaugardúk

Þrjú tilboð bárust í endurnýjun á sundlaugardúk í laugarkari í sundlauginni á Akureyri. Samþykkt hefur verið að semja við Seglagerðina ehf. en þeir voru lægstbjóðendur á verkinu.

Þrjú verðtilboð bárust:

  • Seglagerðin ehf, kr. 13.500.000
  • Fagráð ehf, kr. 17.044.900
  • Gísli Bogi Jóhannesson GIBO kr. 20.544.900 frávikstilboð með flísalögn.