Segja upp samningi um sjúkraflutninga í Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur sagt upp samningi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands um sjúkraflutninga á svæði stofnunarinnar, með árs fyrirvara.
Byggðarráð Skagafjarðar hefur staðfest uppsögn á framangreindum samningum og áréttar að sveitarfélagið er reiðbúið til viðræðna um gerð nýs samnings þar sem forsendur um verulega aukinn fjölda sjúkraflutninga er hafður til hliðsjónar.