Segir sig frá trúnaðarstöðum fyrir I-listann í Fjallabyggð

Konráð Baldvinsson hefur sagt sig frá öllum trúnaðarstöðum fyrir I-lista Betri Fjallabyggð. Nokkrar breytingar verða því í nefndum vegna þessa.

Í Skipulags- og umhverfisnefnd verður Nanna Árnadóttir formaður í stað Konráðs Baldvinssonar og Ægir Bergsson verður aðalmaður.
Í Stjórn Hornbrekku verður Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður í stað Konráðs Baldvinssonar.
Í Félagsmálanefnd verður Hólmar Hákon Óðinsson aðalmaður í stað Konráðs Baldvinssonar. Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir verður varamaður í stað Hólmars Hákos Óðinssonar.
Í Heilbrigðisnefnd SSNV verður Nanna Árnadóttir verður aðalmaður í stað Konráðs Baldvinssonar. Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir verður varamaður í stað Nönnu Árnadóttur.
Í Stjórn Þjóðlagasetur verður Sæbjörg Ágústsdóttir varamaður í stað Konráðs Baldvinssonar.