Seabourn Quest til Siglufjarðar

Von er á skemmtiferðaskipinu Seabourn Quest til Siglufjarðar á mánudagsmorgun. Skipið er smíðað árið 2011 og er glæsilegt, kemur með um 450 farþega og alls eru 330 í áhöfn skipsins. Skipið var á Akureyri í dag en kom þaðan frá Ísafirði. Skipið er smíðað í Genoa á Ítalíu og er lúxus farþegaskip með 225 herbergi. Skipið er eitt af þeim stærstu sem kemur til Siglufjarðar í sumar. Seabourn Quest kemur aftur til Siglufjarðar 31. júlí í sumar.