Sautjánda skemmtiferðaskipið á Siglufirði í sumar

Silver Explorer stoppaði á Siglufirði í dag og var það númer 17. í röðinni sem heimsækir fjörðinn fagra. Ekki var gert ráð fyrir neinu skipi samkvæmt upphaflegri áætlun í ágústmánuði, en næsta skip kemur í september til Siglufjarðar og verður það síðasta skemmtiferðaskipið í ár. Skipið Silver Explorer tekur 132 farþega og 117 manns í áhöfn og stoppaði skipið einnig í Grímsey og er áætlað að það stoppi á Akureyri 12. ágúst. Upphaflega stóð til að 16 skip kæmu í sumar til Siglufjarðar en tvö skipi hafa komið óvænt í sumar og verður því heildarfjöldinn 18 skip.

Skipið hét áður Prince Albert II en var skírt Silver Explorer árið 2011. Vefurinn Cruisecritic.com gefur skipinu einkunn og er hægt að lesa fjölda umsagna gesta skipsins þar, en 77% gesta mæla með skipinu. Siglfirðingur.is fjallaði fyrst um málið í dag og tók myndir sem birtar er þar.

20496179015_e2240a374f_z