Sápuboltinn rúllar á Ólafsfirði um helgina

Um helgin fer fram árlega Sápuboltamótið í Ólafsfirði. Alls geta 24 lið tekið þátt í ár og er reiknað með um 135 keppendum. Föstudaginn 16. júlí verður dregið í riðla kl. 21:00 á Höllinni í Ólafsfirði. Riðlakeppni og úrslitaleikur eru svo á laugardeginum og endar með lokahófi í Höllinni.

Fjölmörg lið koma af landsbyggðinni í ár og má því búast við mörgum ferðamönnum þessa helgina í firðinum.

Spáin fyrir laugardaginn frá Veðurstofu Íslands er frekar köld, en gert er ráð fyrir um 7 stiga hita. Mun hlýrra verður á sunnudeginum.

Sápuboltinn er skemmtilegur viðburður sem hefur náð að festa sig í sessi og er mikil stemning í kringum allt mótið.

Veitingahúsið Höllin er þá með viðburði alla helgina, á föstudag er Dj. Náttfríður, á laugardag er Rúnar Eff með gítarinn.