Sápuboltamótið í Ólafsfirði í júlí

Sápuboltamótið verður haldið aftur í júlí í Ólafsfirði en mótið var einnig haldið síðasta sumar og sló í gegn. Ákveðið hefur verið að halda viðburðinn aftur 21. júlí. Í mótinu spila fjórir saman í liði og engin takmörk eru á skiptimönnum.  Liðin eru hvött til þess að mæta í búningum en veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn ásamt öðrum skemmtilegum viðurkenningum sem veitt verða á lokahófi um kvöldið. Aldurstakmark er 18 ár í þetta mót. Hægt er að skrá sig á viðburðinn á Facebook.

Leikreglur eru eftirfarandi: 
– Þú hittir inn í markið þú skorar
– 4 inn á í einu.
– 2×5 mín
– Refsingar eru í formi áfengra drykkja
– Frjálsar skiptingar
– Dómari ákveður refsingar og refsiverð brot