Sápuboltamótið á laugardaginn í Ólafsfirði

Hið árlega Sápuboltamót fer fram laugardaginn 18. júlí í Ólafsfirði. Dregið verður í riðla á föstudaginn og lokað verður fyrir skráningu í mótið í dag, en skráning hefur gengið vel og er að fylltast í mótið.

Svenni Þór og Benni Brynleifs mæta á Veitingahúsið Höllina laugardaginn 18. júli. Strákarnir spila frá 21:00-23:00 en enginn annar en DJ Greyhound ætlar að hitar upp fyrir strákana. Aðgangseyrir er kr. 2000.

Mótið sjálft hefst kl. 12:00 á laugardag og stendur til kl. 17:00.

Leikreglur:

-Fjórir inni á vellinum í hvoru liði. Engin takmörk eru á skiptimönnum.
-Hver leikur er 1×10 mín.
-Frjálsar skiptingar.
-Dómari ákveður refsingar fyrir brot.
-Spilað á tánum

Mynd frá Sápuboltinn á Ólafsfirði.