Samtökum hernaðarandstæðinga á Norðurlandi fleyta kertum

Í kvöld, fimmtudaginn 6. ágúst klukkan 22.30 verður kertafleyting í þágu friðar við tjörnina í Innbænum á Akureyri, þar sem fórnarlamba kjarnorkuárasanna á Hirosima og Nagasaki verður minnst. Í ágúst árið 1945 gerði bandaríski flugherinn kjarnorkuárásirnar sem felldu fjölda manns og Japanir kljást ennþá við afleiðingar sprengjanna. Félagar úr Samtökum hernaðarandstæðinga á Norðurlandi verða með kerti á staðnum og mun Valgerður H. Bjarnadóttir flytja hugvekju. Þetta kemur fram á akureyri.is.

Akureyri