Aflið er samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi sem Nemendafélagið Trölli hefur fengið til að vera með fyrirlestur í Menntaskólanum á Tröllakaga. Fundurinn verður miðvikudaginn 13. febrúar í fundartímanum kl. 11-12 í Bókasafninu.

Tugir fólks sem beitt hefur verið ofbeldi leitar aðstoðar hjá Aflinu á hverju ári. Í skýrslu samtakanna kemur fram að árið 2011 hafi leitað þangað 14 konur, 12 karlmenn og 33 aðstandendur. Nemendafélagið hvetur alla nemendur til að koma á fyrirlesturinn og kynna sér málið.

Heimild: mtr.is