Samþykktir á ársþingi UÍF

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á ársþingi UÍF þann 10. maí sl.

 

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

UÍF og aðildarfélög þess munu kappkosta við að uppfylla skilyrði gæðaverkefnisins um að vera  til fyrirmyndar í  barna- og unglingaíþróttum fyrir árslok 2015.  Í gegnum gæðaverkefnið mun hvert félag verða betra, sterkara, lífskröftugra og starfs þess faglegra, öflugra og árangursríkara.

 

Samgöngumál

UÍF og aðildarfélög þess hvetja bæjaryfirvöld til að efla og bæta samgöngur milli bæjarkjarnanna þar sem núverandi fyrirkomulag er til þess fallið að torvelda iðkendum félaganna að stunda þær íþróttir sem hugur þeirra stendur til svo og aðildarfélögum að vera með reglulegar æfingar í báðum bæjarkjörnum.