Samsýning listamanna í Segli 67 í júlí

Fjöldi listamanna mun sýna verk sín á sýningunni Afskekkt í Bruggverksmiðjunni Segli 67 á Siglufirði dagana 4.-8. júlí. Sömu helgi verður Norræn strandmenningarhátíð og Þjóðlagahátíðin haldin á Siglufirði. Um er að ræða samstarf Alþýðuhússins og Seguls 67. Sýningarstjóri er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

Listamenn eru:
Örlygur Kristfinnsson, Brynja Baldursdóttir, Helena Hansdóttir Aspelund, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Bergþór Morthens, Kristján Friðriksson, Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, Brák Jónsdóttir,  J Pasila, Arnar Ómarsson,  Ólöf Helga Helgadóttir,  Helena Stefánsdóttir, Arnar Steinn Friðbjarnarson, Eva Sigurðardóttir,  Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir, Guðrún Þórisdóttir,  Bára Kristín Skúladóttir.