Brák íbúðafélag hses. (Brák), Fjallabyggð og Verkstjórn ehf, hafa gert með sér samkomulag um að
vinna saman að uppbyggingu leiguhúsnæðis í sveitarfélaginu Fjallabyggð. Um er að ræða sex íbúðir á Siglufirði samkvæmt yfirlýsingu og tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að íbúðum í langtímaleigu.

Markmið verkefnisins eru:

  •  Að stuðla að húsnæðisöryggi íbúa í Fjallabyggð með því að auka framboð íbúða til leigu fyrir tekju- og
    eignalága í sveitarfélaginu.
  •  Að tryggja aðgengi að lóðum við hæfi.

Verkefnið styður við hlutverk Brákar sem er:
„Að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að íbúðum í langtímaleigu með því að kaupa eða byggja, eiga og hafa
umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna.“

Samstarfsyfirlýsing þessi nær til eftirfarandi uppbyggingar í Fjallabyggð.

1. Brák mun taka þátt í uppbyggingu á 6 íbúðum á Siglufirði í samstarfi við Verkstjórn ehf.
2. Sveitarfélagið skuldbindur sig til að sjá til þess að í boði verði skipulagðar lóðir við hæfi til þess að mæta
þeirri íbúðauppbyggingu sem fyrirhuguð er.
3. Verkstjórn ehf. mun í sameiningu við félagið fara í frekari greiningu og útfærslu á verkefninu með
hagkvæmni og útlit hússins að leiðarljósi.

 

Fyrirliggjandi húsnæðisáætlun sýnir að veruleg þörf er á leiguíbúðum í sveitarfélaginu. Er það er mat
samningsaðila að með samkomulagi þessu náist að fjölga íbúðum við hæfi sem nýtist mjög vel
sveitarfélaginu sem og Brák til uppbyggingar á leiguhúsnæði fyrir tekju- og eignalága í samræmi við metna
þörf á landsbyggðinni sem er eitt af megin markmiðum Brákar.