Samstarfssamningur um uppbyggingu skógræktar í Ólafsfirði
Skógræktarfélag Ólafsfjarðar hefur óskað eftir því að gerður verði samningur við félagið í samræmi við samning sem fyrir er við Skógræktarfélag Siglufjarðar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að vinna að gerð samstarfssamningi að uppbyggingu skógræktar í Ólafsfirði með Skógræktarfélagi Ólafsfjarðar.
Áður hafði félagið einnig óskað eftir að Fjallabyggð útvegaði þeim 1-2 sumarstarfsmenn í gegnum átaksstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun. Sú beiðni kom hins vegar alltof seint og var hafnað af hálfu Fjallabyggðar.