Samstarfssamningur meirihluta í Fjallabyggð opinberaður

Bæjarstjórn Fjallabyggð mun halda fund í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði kl. 17:00 í dag. Á þessum fundi verður samstarfssamningur meirihlutaflokka í Fjallabyggð opinberaður. Gert er ráð fyrir að Gunnar Birgisson verði áfram bæjarstjóri Fjallabyggðar en það verður einnig opinberað á þessum fundi. Þá verður kosið í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum. Það ríkir óneitanlega einhver spenna hjá kjósendum að sjá hvaða stóru mál og loforð hafa náð inn á þennan málefnasamning.