Samstarf um öfluga atvinnuuppbyggingu í Austur-Húnavatnssýslu

Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifaði undir viljayfirlýsingu þann 10. október síðastliðinn fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands um samstillt átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun.

Markmiðið með átakinu er að efla atvinnulíf og samkeppnishæfni svæðisins og undirbúa uppbyggingu fyrir orkunýtingu Blönduvirkjunar og jafnframt vinna að markaðssetningu svæðisins fyrir iðnaðarkosti, svo sem fyrir gagnaver. Tilgangurinn er að skapa þann fjölda starfa sem nauðsynlegur er til að stöðva varanlega fólksfækkun í Austur-Húnavatnssýslu.

Aðilar að viljayfirlýsingunni eru ríkisstjórn Íslands, Blönduósbær, Sveitarfélagið Skagaströnd, Húnavatnshreppur og Skagabyggð en sjálf viljayfirlýsingin byggir á þingsályktun Alþingis frá 17. október 2013.

IMG_1901