Samstarf milli tónskóla í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð

Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð hafa gert með sér samstarfssamning um samstarf og stjórnun tónlistarskóla í sveitarfélögunum. Með því lýsa sveitarfélögin yfir vilja til að efla samstarf skólanna enn frekar svo sem með samstarfi kennara, sameiginlegri fræðslu og öðru því sem kann að vera báðum skólunum til framdráttar.

Í samkomulaginu kemur meðal annars fram að skólastjóri Tónlistarskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson, verði jafnframt skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Netfang Magnúsar er maggi@dalvikurbyggd.is  . Ráðinn verður deildarstjóri við Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, líklega úr hópi núverandi kennara skólans, og verður það upplýst þegar það liggur fyrir.

Engin breyting verður að daglegri starfsemi tónlistarskólans við gerð þessa samnings. Hann mun áfram sinna tónmenntakennslu í grunnskólum sveitarfélagsins ásamt því að vera í samstarfi við leikskóla sveitarfélagsins og Dalbæ, heimili aldraðra.

Heimasíða Tónlistarskóla Dalvíkur.

Tónskóli Fjallabyggðar