Samstarf MA og VMA um námsáfanga

Á þessari önn eiga framhaldsskólarnir á Akureyri, Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri, með sér samstarf um áfanga fyrir nemendur skólanna. Nemendur koma úr MA í VMA og taka þar áfanga sem ekki er í boði í þeirra skóla og öfugt. Á þessari önn taka fjórir nemendur úr MA, sem eru á öðru ári í skólanum, grunnáfanga í teikningu á listnáms- og hönnunarbraut VMA – SJÓN1TF05. Þessi áfangi er ekki í boði í MA.

Að sama skapi sækja þrír nemendur úr VMA eðlisfræðiáfanga í MA, sem ekki er í boði á þessari önn í VMA. Einn þessara nemenda er af náttúruvísindabraut og tveir úr rafvirkjun/rafeindavirkjun.

Heimild: vma.is