Samræmd próf í næstu viku í Fjallabyggð

Samræmd próf hefjast í næstu viku í Fjallabyggð. 10. bekkur Grunnskóla Fjallabyggðar tekur samræmt próf í íslensku, mánudaginn 23. september, próf í ensku 24. september og stærðfræði 25. september. 4.-7. bekkur tekur samræmt próf í íslensku 26. september.

Það er því nóg að gera í undirbúningi hjá krökkunum þessa dagana.