Í málefnasamningi A- og D-lista kemur fram að á kjörtímabilinu muni sveitarfélagið Fjallabyggð setja á fót samráðshóp um framkvæmdaáætlun um hvernig staðið skuli að uppbyggingu mannvirkja til íþróttaiðkunar og útivistar í samráði við íbúa, hagsmunaaðila og íþróttahreyfingarinnar í Fjallabyggð.
Á fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 8. febrúar sl. var skipað í samráðshópinn um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð.
Eftirtaldir aðilar voru tilnefndir í samráðshópinn af bæjarstjórn Fjallabyggðar:
Guðjón M. Ólafsson
Tómas Atli Einarsson
Þorgeir Bjarnason
Eftirtaldir aðilar voru tilnefndir í samráðshópinn af ÚÍF:
Óskar Þórðarson
Dagný Finnsdóttir
Elsa Guðrún Jónsdóttir
Sigurgeir Haukur Ólafsson
Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson
Samráðshópnum er m.a. ætlað að fjalla um:
– Stefnumótun til framtíðar um metnaðarfulla uppbyggingu fjölbreytts íþróttastarfs fyrir íbúa Fjallabyggðar á öllum aldri.
– Styrkjakerfi sveitarfélagsins til íþróttamála með tilliti til þess hvernig hægt sé að hvetja til sameiningar íþróttafélaga í sömu grein innan sveitarfélagsins.
– Framtíðarsýn í uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðstöðu til íþróttaiðkunnar innan húss og utan.
– Að ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins sé forgangsraðað á þann hátt að þeir nýtist fjöldanum.
Hópnum er ætlað að skila fyrstu drögum til bæjarráðs Fjallabyggð í maí 2023.