Í gærdag var haldin fyrsti fundur hjá Samráðshópi um slysavarnir í ferðaþjónustu og ferðamennsku. Þetta er nýr vettvangur sem fyrst er fremst er hugsaður til þess að fá þá aðila sem koma að þessum málaflokki til að hittast, skiptast á upplýsingum og horfa hvert skuli stefna. Slysavarnafélagið Landsbjörg leiðir hópinn með Ferðamálastofu en fulltrúa í hópnum eiga auk fyrrgreindra; Íslandsstofa, Landssamband vélsleðamanna, Útivist, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðafélag Íslands, Landssamband hjólreiðamanna, Vegagerðin, Slóðavinir, Ferðaklúbburinn 4×4, Umhverfisstofnun, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Umferðarstofa, Vatnajökulsþjóðgarður, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, Ísalp, Þjóðgarðurinn Þingvöllum og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Á þessum fyrsta fundi var kynnt það starf sem fram hefur farið í Safetravel verkefninu síðustu misserin og það sem framundan er. Mikið var rætt um vegakerfið, þjónustu og aðgengi að upplýsingum varðandi færð og veður auk ýmissa annara hluta. Stefnt er að því að hópurinn hittist reglulega og þrói sitt starf áfram.