Haldin verður samnorræn Strandmenningarhátið í Karlskrona í Svíþjóð fyrstu helgina í júlí og verður Síldarminjasafnið á Siglufirði stór þátttakandi.  M.a. verður kynnt sagan og Síldarminjasafnið fyrir hátíðargestum og haldnar síldarsöltunarsýningar.

Búist er við þúsundum gesta til Karlskrona, en í ár taka allar Norðurlandaþjóðirnar þátt í fyrsta sinn í strandmenningarhátíðinni sem er nú haldin í þriðja sinn en áður hefur hún verið haldin á Húsavík og í Ebeltoft, Danmörku.

Svíar eru heldur fátækir af síldarminjum og því hefur verið ákveðið að smíða skuli eftirlíkingar af síldarkassa, saltkassa, tunnuhringjum og fleiru til að halda síldarsýningu.