Samningur um afreksþjálfun í knattspyrnu endurnýjaður í Fjallabyggð

Menntaskólinn á Tröllaskaga og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hafa endurnýjað samstarfssamning um afreksþjálfun í knattspyrnu, svokallaða knattspyrnuakademíu. Nemendur MTR sem eru á samningi hjá KF eiga rétt á að stunda nám á afreksíþróttasviði í MTR.

Er þetta forvarnarverkefni þar sem nemendur skulu vera fyrirmyndir annarra og er neysla áfengis, tóbaks og annarra vímuefna ekki leyfð. Skólinn skal veita fræðslu um heilbrigðan lífsstíl og halda úti námi sem tengjast íþrótta- og lífeðlisfræði. Allan samninginn má lesa hér.

mtr