Samkomubrúin á Akureyri vígð

Nú er lokið frágangi við nýju göngubrúna við Drottningarbraut á Akureyri var hún vígð og formlega tekin í notkun í vikunni. Efnt hafði verið til samkeppni um nafn á brúna og var tilkynnt um niðurstöðu dómnefndar við athöfnin.  Ákveðið var að brúin skuli heita Samkomubrú. Akureyri.is greinir frá þessu.

Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, flutti stutt ávarp við vísluna, þakkaði þeim sem komu að verkinu og sagði meðal annars að brúin væri strax orðin eitt helsta kennileiti bæjarins, þangað kæmu flest ef ekki öll brúðhjón að lokinni athöfn til að láta taka mynd af sér með brúna, bæinn og kirkjuna í baksýn. Í huga Höllu væru brýr tákn um tengingu milli ólíkra heima og samstöðu meðal fólks.

Sigfús Karlsson, varaformaður stjórnar Akureyrarstofu og einn helsti hvatamaður að smíði brúarinnar, tilkynnti um niðurstöðu dómnefndar um val á nafni á brúna. Alls bárust um 500 tillögur um alls kyns skemmtileg heiti og var ákveðið, sem áður segir, að láta brúna heita Samkomubrú. Margir lögðu til það nafn og var dregið um hver skyldi hljóta að launum vetrarkort í Hlíðarfjall. Upp úr hattinum kom nafn Ólafar Stefánsdóttur sem mætti á Samkomubrúna til að taka við verðlaununum.

Í dómnefndinni sátu Hilda Jana Gísladóttir formaður stjórnar Akureyrarstofu, Hulda Margrét Sveinsdóttir fulltrúi Ungmennaráðs, Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs Akureyrarbæjar, Ragnar Hólm Ragnarsson upplýsinga- og kynningarfulltrúi Akureyrarbæjar, og Valgerður Jónsdóttir fulltrúi Öldungaráðs.

Heimilid: akureyri.is