Samið um snjómokstur í Fjallabyggð

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur ákveðið að semja við nokkur fyrirtæki og verktaka vegna snjómoksturs í Fjallabyggð fyrir árin 2013-2015.

Þeir sem buðu í verkið voru:
Bás ehf, Sölvi Sölvason, Árni Helgason ehf ,Smári ehf, Magnús Þorgeirsson og Einar Ámundason.

Þeir sem fengu verkið voru:

  • Bás ehf með mokstur á Siglufirði.
  • Árni Helgason ehf með mokstur á Ólafsfirði, stórar vinnuvélar.
  • Magnús Þorgeirsson með mokstur á Ólafsfirði, traktorsgrafa.
  • Smári ehf með mokstur á Ólafsfirði, Smávél, vörubifreið v. snjóflutnings og jarðýta.