Samhugur – styrktartónleikar á Allanum Siglufirði

Eins og flestum er kunnugt þá féll Grétar Guðfinnsson frá í febrúar á síðastliðnu ári.

Vegna aðstæðna hefur ekki verið hægt að fara í opinbera söfnun handa börnum hans og eftirlifandi eiginkonu.

Nú hafa velviljaðir einstaklingar ákveðið að halda styrktartónleika 26. maí næstkomandi í Allanum á Siglufirði.

Tónskólabörn ásamt tónlistarfólki úr Fjallabyggð munu sjá um skemmtun kvöldsins.

Okkur þætti vænt um ef þú sæir þér fært um að styrkja þetta góða og þarfa málefni.

Með kærri kveðju og fyrirfram þökk til ykkar allra.

Styrktarreikningurinn er 1102-05-401268 undir kennitölu 120374-3389.