Samherji úthlutaði 75 milljónum í styrki

Samherji hf. boðaði til móttöku miðvikudaginn 28. desember s.l. í KA-heimilinu á Akureyri og afhenti við það tækifæri styrki til ýmissa samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu upp á 75 milljónir króna. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og verndari Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, var viðstaddur afhendinguna og flutti ræðu. Hann er einnig verndari sérstaks rannsóknaverkefnis sem tengist neðansjávarstrýtunum á botni Eyjafjarðar en það verkefni var kynnt í móttökunni og hlaut styrk frá Samherja. Flestir styrkirnir eru gagngert veittir til að efla barna- og unglingastarf í íþrótta- og æskulýðsfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu. Þetta er fjórða árið í röð sem Samherji afhendir slíka styrki.

Styrkir sem afhentir voru að þessu sinni skiptast sem hér segir:

 • Barna- og unglingastarf Knattspyrnufélags Akureyrar: 12 milljónir króna.
 • Barna- og unglingastarf Íþróttafélagsins Þórs: 12 milljónir króna.
 • Barna- og unglingastarf Fimleikafélags Akureyrar: 5,0 milljónir króna.
 • Barna- og unglingastarf Skíðafélags Akureyrar: 3,0 milljónir króna.
 • Barna- og unglingastarf Skautafélags Akureyrar: 2,5 milljónir króna.
 • Barna- og unglingastarf Sundfélagsins Óðins: 2,0 milljónir króna.
 • Barna- og unglingastarf Íþróttafélagsins Eikar: 600.000 krónur.
 • Barna- og unglingastarf Íþróttafélagsins Akurs: 600.000 krónur.
 • Barna- og unglingastarf Ungmennafélags Akureyrar: 1,0 milljón króna.
 • Barna- og unglingastarf Siglingaklúbbsins Nökkva: 600.000 krónur.
 • Barna- og unglingastarf Golfklúbbs Akureyrar: 600.000 krónur.
 • Barna- og unglingastarf Hestamannafélagsins Léttis: 600.000 krónur.
 • Barna- og unglingastarf Tennis- og badmintonfélags Akureyrar: 300.000 krónur.
 • Barna- og unglingastarf KKA – Akstursíþróttafélags: 500.000 krónur.
 • Barna- og unglingastarf Karatefélags Akureyrar: 300.000 krónur.
 • Barna- og unglingastarf Ungmennafélags Svarfdæla: 2,5 milljónir króna.
 • Barna- og unglingastarf Skíðafélags Dalvíkur: 1,0 milljón króna.
 • Ungmennafélag Svarfdæla, meistaraflokkur-knattspyrna: 600.000 krónur.
 • Barna- og unglingastarf Skíðafélags Dalvíkur: 1,0 milljón króna
 • Barna- og unglingastarf Golfklúbbsins Hamars: 500.000 krónur.
 • Barna- og unglingastarf Leikfélags Dalvíkur: 300.000 krónur.
 • Knattspyrnufélag Akureyrar, mfl. karla, knattspyrna: 2,0 milljónir króna.
 • Íþróttafélagið Þór, mfl. karla, knattspyrna: 2,0 milljónir króna.
 • Knattspyrnufélag Akureyrar, mfl. karla og kvenna, blak: 700.000 krónur
 • Íþróttafélagið Þór, mfl. karla og kvenna, körfuknattleikur: 700.000 krónur.
 • Skautafélag Akureyrar, mfl. karla og kvenna, íshokkí: 700.000 krónur
 • Þór/KA, mfl. kvenna, knattspyrna: 2,0 milljónir króna.
 • KA/Þór, mfl. kvenna, handknattleikur: 750.000 krónur.
 • Akureyri – handboltafélag: 5,0 milljónir króna.
 • Æskulýðsstarf Akureyrarkirkju: 1,0 milljón króna.
 • Æskulýðsstarf Glerárkirkju: 1,0 milljón króna.
 • Sumarbúðir KFUM & KFUK að Hólavatni: 500.000 krónur.
 • Skátafélagið Klakkur: 600.000 krónur.
 • Fjölsmiðjan, Akureyri: 600.000 krónur.
 • Endurhæfingardeildin í Kristnesi, til tækjakaupa: 2,5 milljónir króna.
 • HL-stöðin: 1,0 milljón krónur.
 • Bryndís Rún Hansen, sundkona: 500.000 krónur.
 • Framfarafélagið Stígandi, til uppbyggingar útivistarsvæðis Akureyringa í Kjarnaskógi: 500.000 krónur.
 • Neðansjávarstrýtur í Eyjafirði: 3,0 milljónir króna.
 • Önnur verkefni: 3,450 þúsund króna.

Samtals: 75 milljónir króna