Samherji og ÚA greiddu samtals 45,8 milljónir til Dalvíkurhafna

Samherji og Útgerðarfélag Akureyringa, sem er í eigu Samherja, greiddu Hafnarsamlagi Norðurlands og Dalvíkurhöfnum samtals 110,7 milljónir króna í hafnargjöld á síðasta ári. Fyrirtækin eru afar mikilvægir viðskiptavinir þessara norðlensku hafna.

Togarar Samherja og ÚA landa að mestu á Akureyri og Dalvík, enda fiskvinnsluhús félaganna þar.

Samkvæmt lögum skal greiða tilheyrandi gjöld til viðkomandi hafnarsjóðs, ef skip kemur inn í höfnina og nýtur þjónustu þar.

Samherji og ÚA greiddu samtals 45,8 milljónir króna í hafnargjöld til Dalvíkurhafna á síðasta ári.

Hafnartekjurnar voru 91,7 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi Dalvíkurhafna. Tekjurnar vegna skipa Samherja og ÚA voru því um helmingur.

64,9 milljónir til Hafnarsamlags Norðurlands

Samkvæmt ársreikningi Samherja fyrir síðasta ár námu hafnargjöld til Hafnarsamlags Norðurlands samtals 64,9 milljónum króna. Til hafnargjalda teljast lestar- og bryggjugjöld, móttaka og vigtun á sjávarafla.

Hafnarsamlag Norðurlands rekur hafnirnar á Akureyri, Grímsey, Hrísey, Hjalteyri, Svalbarðseyri og Grenivík.

Heildartekjur samlagsins námu 388 milljónum króna á síðasta ári.

 

Heimild: samherji.is.