Evrópska samgönguvikan er frá 16.-22. september og er dagskráin venju fremur glæsileg á Akureyri. Stæðaæðið í göngugötunni verður á sínum stað, einnig ljósmyndasamkeppni með flottum verðlaunum, hjóladagur fjölskyldunnar, hjólreiðamót fyrir börnin, fræðsluferð um Krossanesborgir og bíllausi dagurinn.

Dagskráin er sem hér segir:

Föstudagurinn 16. september: Stæðaæði – park (ing) day

Bílastæði við Pennann í göngugötunni fá nýtt hlutverk og verður breytt í almenningsgarð. Þennan dag er fólk sérstaklega hvatt til að njóta hans.

Degi Íslenskrar náttúru föstudagur verður einnig fagnað föstudaginn 16. september kl. 18 með rólegri hjólaferð með leiðsögn frá Minjasafninu og inn fyrir flugvöll og austur hólmasvæðið. Stoppað verður á nokkrum stöðum sem tengjast samgöngusögu og þróun svæðisins. Hjólaferðin hefst við Minjasafnið og tekur um það bil 2 klst. Fararstjóri verður Ólafur Kjartansson.

Laugardagurinn 17. september kl. 12.30: Hjólaferð fjölskyldunnar

Hjólreiðafélag Akureyrar leiðir hjólalestir frá grunnskólum bæjarins að ráðhústorgi. Lestarstjórar verða: Þórgnýr Dýrfjörð frá Brekkuskóla, Gunnar Gíslason frá Lundarskóla, Eiríkur Björn Björgvinsson frá Naustaskóla, Víðir Ben frá Glerárskóla, Erla Björg Guðmundsdóttir frá Síðuskóla, Sigurvin Jónsson frá Oddeyrarskóla og Kári Erlingsson frá Giljaskóla.

Dagskrá á Ráðhústorgi kl 13.30:

  • Grillaðar pylsur og drykkir í boði
  • Kynning á hjólum og hjólaleiðum á vegum hjólreiðafélags Akureyrar
  • Vistvæn ökutæki og rafhjól
  • Börnin fá að skreyta göturnar og torgið
  • Myndataka fyrir þá sem vilja fá mynd af sér í bílstjórasæti strætó
  • Slökkviliðið mætir á svæðið

Sunnudagurinn 18. september kl. 13: Hjólreiðamót fyrir börnin við Minjasafn

Hjólreiðafélag Akureyrar heldur skemmtilegt hjólreiðamót fyrir börnin. Rásmark er við Minjasafnið og hjólað við tjörnina. Keppni hefst kl. 13 og keppt er í aldursflokkunum: 5-7 ára, 8-10 ára, 11-13 ára og 14-16 ára.

Þriðjudagurinn 20. September kl. 17.30: Göngu- og fræðsluferð um fólkvanginn í Krossanesborgum

Jón Ingi Cæsarsson fræðir fólk um svæðið. Gangan hefst kl. 17:30 á bílastæði norðan Byko.

Miðvikudagurinn 21. September: Úrslit í ljósmyndasamkeppni kunngjörð

Fimmtudagur 22. September: Bíllausi dagurinn – nýtt leiðarkerfi Strætisvagna Akureyrar tekið í notkun