Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2018

Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2018 voru í þriðja sinn veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Verðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Samþykkt hefur verið að veita Árna Stefánssyni og Herdísi Klausen verðlaunin að þessu sinni fyrir afar góð störf með því að stuðla að hreyfingu og lýðheilsu í samfélaginu til langs tíma.