Stjórn Samfélags- og menningarsjóðs Siglufjarðar hefur tekið ákvörðun um úthlutun á styrkjum fyrir árið 2017 sem hljóðar upp á 9.535.000 til 20 aðila. Í stjórn Samfélags- og menningarsjóðs Siglufjarðar eru Jón Hrólfur Baldursson, Oddgeir Reynisson og Sigurður Friðfinnur Hauksson.
Neðangreindir aðilar fengu úthlutaðan styrk í ár:
Styrkþegi | Styrkur | Styrkur vegna |
Alþýðuhúsið á Siglufirði | 250.000 | Styrkur til að standa fyrir opinberu menningarstarfi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði |
Arnfinna Björnsdóttir | 50.000 | Styrkur vegna 3ja sýninga |
Barnastarf Kirkjunnar | 500.000 | Ýmsir munir fyrir barnastarf kirkjunnar |
Björgunarsveitin Strákar | 600.000 | Styrkur vegna kaupa á Björgunarbát |
Björgunarsveitin Smástrákar | 1.050.000 | Styrkur vegna tækjakaupa fyrir ungliðastarf |
Blakfélag Fjallabyggðar-Barna- og unglingastarf | 250.000 | Tæki og tól fyrir ungmennastarf í blaki |
Félag eldri borgara Siglufirði | 2.340.000 | Púttvöllur í nágrenni Sunnuhlíðar |
Grunnskóli Fjallabyggðar | 1.250.000 | Færanlegt hljóðkerfi og sýndarveruleikabúnaður |
Hestamannafélagið Glæsir | 400.000 | Hnakkur fyrir fatlaða og styrkur til barnastarfs |
Kát Töfrateppi | 500.000 | Söfnun fyrir töfrateppi |
KF barna- og unglingastarf | 245.000 | Búnaður fyrir yngriflokkaþjálfun |
Kvæðamannafélagið Ríma | 50.000 | Hljóðritun og hljóðblöndun |
Leikfélag Fjallabyggðar | 250.000 | Uppfærsla á leikverki |
Ljóðasetur Íslands | 250.000 | Styrkur til að standa straum af menningarstarfi í Ljóðasetrinu |
Skíðafélag Siglufjarðar | 400.000 | Búnaðar til skíðaþjálfunar |
Systrafélag Siglufjarðarkirkju | 600.000 | Styrkur til endurbóta á safnaðarheimili |
Vildarvinir Siglufjarðar | 200.000 | Vegna varðveislu á gömlum heimildum. |
Þjóðlagahátíð á Siglufirði | 200.000 | Styrkur vegna þjóðlagahátíðar |
Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar | 100.000 | Styrkur fyrir upptöku á þjóðlögum |
Örnefnafélagið Snókur | 50.000 | Styrkur til að koma síðunni snokur.is í hendur Fjallabyggðar |