Samfélags- og menningarsjóður Siglufjarðar úthlutaði 25 styrkjum

Samfélags- og menningarsjóður Siglufjarðar hefur úthlutaði styrkjum fyrir árið 2018. Í stjórn sjóðsins eru Oddgeir Reynisson formaður, Jón Hrólfur Baldursson, og Sigurður Friðfinnur Hauksson. Í ár er úthlutaði 25 styrkjum sem hljóða upp á samtals  6.570.000 kr. Stærsti styrkurinn kr. 1.750.000 fer til stýrihóps um heilsueflandi Fjallabyggð fyrir kaup á Ærslabelg á Siglufirði. Þá hlýtur Grunnskóli Fjallabyggðar nokkra styrki, meðal annars 800.000 kr. fyrir kaup á spjaldtölvum, 530.000 kr. fyrir kaup á framsæknum kennslugögnum og 350.000 kr. fyrir námskeiðisferðir fyrir framsækna kennara. Þá fær Siglufjarðarkirkja 500.000 kr. styrk vegna kaupa á hljóðkerfi.

Umsóknarfrestur rann út 15. maí síðastliðinn og munu fyrstu greiðslur úr sjóðnum verða eftir miðjan júní.  Árið 2017 veitti sjóðurinn styrki uppá 9.535.000 til 20 aðila.

Efni: Aðsent.